Ítalskir fjölmiðlar segja AC Milan hafa hafnað tilboði frá Newcastle í varnarmanninn Malick Thiaw. La Gazzetta dello Sport segir að um 30 milljóna evra tilboð sé að ræða.
Massimiliano Allegri, stjóri Milan, er sagður hrifinn af þessum þýska varnarmanni og vilji ekki missa hann úr sínum röðum.
Allegri hefur látið Milan spila að mestu með þrjá miðverði á undirbúningstímabilinu og Thiaw gæti þá fengið meiri spiltíma.
Ekki er útilokað hinsvegar að Newcastle komi með endurbætt tilboð í þennan fyrrum varnarmann Schalke.
Thiaw hefur verið orðaður við hin ýmsu lið í sumar, þar á meðal Como og Juventus.
Athugasemdir