Afturelding hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnað tilboðum frá bæði KA og Val í Hrannar Snæ Magnússon. Tilboðunum var samkvæmt heimildum hafnað um leið.
Hrannar Snær er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og hefur komið mjög á óvart, var nokkuð óskrifað blað fyrir tímabilið.
Hrannar Snær er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og hefur komið mjög á óvart, var nokkuð óskrifað blað fyrir tímabilið.
07.07.2025 19:00
Ein óvæntasta saga sumarsins - „Hefur alla burði til þess að halda áfram á uppleið"
Hann er 23 ára vinstri kantmaður sem lék áður sem hægri bakvörður. Hann býr yfir miklum hraða og er mjög duglegur leikmaður. Það sem hefur komið mest á óvart er fjöldi marka sem hann hefur komið að, hefur sjálfur skorað fimm mörk og átt þátt í fleirum.
Ólafsfirðingurinn er með tengingu við bæði Val og KA, var hjá KA 2017 í 3. flokki og Val 2019 í 2. flokki.
Athugasemdir