Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding hafnaði tilboðum frá Val og KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnað tilboðum frá bæði KA og Val í Hrannar Snæ Magnússon. Tilboðunum var samkvæmt heimildum hafnað um leið.

Hrannar Snær er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og hefur komið mjög á óvart, var nokkuð óskrifað blað fyrir tímabilið.

Hann er 23 ára vinstri kantmaður sem lék áður sem hægri bakvörður. Hann býr yfir miklum hraða og er mjög duglegur leikmaður. Það sem hefur komið mest á óvart er fjöldi marka sem hann hefur komið að, hefur sjálfur skorað fimm mörk og átt þátt í fleirum.

Ólafsfirðingurinn er með tengingu við bæði Val og KA, var hjá KA 2017 í 3. flokki og Val 2019 í 2. flokki.
Athugasemdir
banner
banner