Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
   þri 05. ágúst 2025 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Andri Haraldsson ræddi við Fótbolta.net eftir ótrúlegt jafntefli ÍA gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Valur

„Ég er sáttur með að við náðum að koma til baka úr stöðunni sem var komin. Við mættum ekki til leiks og fáum tvö mörk á okkur en svo náum við að koma til baka í seinni með gríðarlegri orku. Við vorum mun betri aðilinn lungan af seinni. Mjög góður seinni hálfleikur af minni hálfu og flest allra í liðinu," sagði Haukur.

„Hörmulegur fyrri hálfleikur, að fá okkur tvö léleg mörk sem kostar okkur að ná sigri úr þessum leik. Við ætlum að sjá til þess að við gerum betur næst og mætum til leiks gegn FH."

Haukur Andri hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu í sumar.

„Það er erfitt að sitja á bekknum, ég get viðurkennt það. Það er þjálfarinn sem ræður, hann velur byrjunarliðið. Ég vonast eftir því að það breytist í næsta leik. Ég verð að halda haus og halda áfram að bæta mig á hverri æfingu þannig maður fær spiltíma."

Tryggvi Hrafn Haraldsson, bróðir Hauks, var í byrjunarliði Vals. Haukur hafði mjög gaman af því að mæta bróður sínum.

„Hann skorar venjulega á móti ÍA. Fínt að hann skorar ekki í dag. Það er gaman að spila á móti honum. Ég hefði viljað byrja í dag og verið hægra megin og tekið aðeins á honum. Það var fínt að koma inn á og kljást við hann."

„Ég er sáttur að hann skoraði ekki. Það er kominn tími til að ég vinni hann einhvern tímann."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir