Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 09:55
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur gert samkomulag við Al Hilal um Nunez
Nunez á aðeins eftir að semja um kaup og kjör.
Nunez á aðeins eftir að semja um kaup og kjör.
Mynd: EPA
Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn milli Al Hilal og Liverpool um kaupverð á Darwin Nunez.

Hann segir að grunnverðið verði 53 milljónir evra en sú upphæð gæti svo hækkað umtalsvert eftir ákvæðum.

Nú sé Sádi-arabíska félagið í viðræðum um Nunez sjálfan til að ná samkomulagi um kaup og kjör.

Nunez skoraði aðeins sjö mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool á síðasta tímabili en ef hann semur við Al Hilal mun hann spila undir stjórn Simone Inzaghi sem nýlega tók við liðinu.


Athugasemdir