Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brann á toppinn er Diljá Ýr þreytti frumraun sína
Kvenaboltinn
Mynd: Brann
Diljá Ýr Zomers þreytti frumraun sína fyrir Brann í gær eftir komuna frá Leuven í síðasta mánuði.

Brann vann 3-0 gegn Bodö/Glimt á heimavelli en Diljá kom inn á þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. Þá voru úrslitin ráðin.

Brann er á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 15 umferðir.

Brann er stigi á undan Valerenga sem tapaði sjaldgæfum stigum í gær.

Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði allan leikinn þegar Valerenga gerði 1-1 jafntefli gegn Lyn en Valerenga jafnaði metin undir lok leiksins. Liðið hafði unnið átta leiki í röð í deildinni fyrir leikinn í gær.


Athugasemdir
banner