Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 08:57
Elvar Geir Magnússon
Mourinho táraðist á fréttamannafundi - „Hluti af sögu minni er farinn“
Costa lyfti Meistaradeildarbikarnum sem fyrirliði Porto.
Costa lyfti Meistaradeildarbikarnum sem fyrirliði Porto.
Mynd: EPA
Jorge Costa, fyrrum fyrirliði Porto, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Hann vann sögufrægan sigur í Meistaradeildinni með liði Porto undir stjórn Jose Mourinho árið 2004.

Costa var varnarmaður sem lék 50 landsleiki fyrir Portúgal og vann yfir 24 titla með Porto. Hann fékk hjartaáfall á æfingasvæði Porto í gær en þar var hann yfirmaður fótboltamála.

„Hluti af sögu minni er farinn," sagði Mourinho á fréttamannafundi sem var haldinn fyrir leik Fenerbahce í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við höfum leiðtoga og fyrirliða en Jorge var einn af þessum mönnum sem tók til í bílskúrnum og lét þjálfarann vinna sitt starf. Það er fullkomið fyrir þjálfarann þegar fyrirliðinn gerir þetta. Auðvitað er ég mjög sár þegar hluti af sögu minni er farinn."

„En gleymum aðeins fótboltanum, hugsum um Jorge og fjölskyldu hans. Ef hann gæti talað við mig núna myndi hann segja við mig 'Ekki hugsa um mig, einbeittu þér að því að vinna leikinn á morgun', þannig var Jorge," sagði Mourinho með tárin í augunum.
Athugasemdir