Flest bendir til þess að Manchester United kaupi slóvenska sóknarmanninn Benjamin Sesko frá RB Leipzig. Þessi 22 ára leikmaður er búinn að gera samkomulag við Manchester United um kaup og kjör og nú þurfa félögin að klára viðskiptin.
Áhugavert er að þá verður þetta í þriðja sinn sem Christopher Vivell, sem er í stóru hlutverki í leikmannakaupum hjá Manchester United, fær Sesko til félags sem hann starfar fyrir.
Vivell hefur starfað fyrir United í eitt ár, hann fékk sóknarmanninn til RB Salzburg og sannfærði hann síðan um að ganga í raðir RB Leipzig 2022.
Áhugavert er að þá verður þetta í þriðja sinn sem Christopher Vivell, sem er í stóru hlutverki í leikmannakaupum hjá Manchester United, fær Sesko til félags sem hann starfar fyrir.
Vivell hefur starfað fyrir United í eitt ár, hann fékk sóknarmanninn til RB Salzburg og sannfærði hann síðan um að ganga í raðir RB Leipzig 2022.
Newcastle reyndi að fá Sesko en er að tapa þeirri baráttu. Félaginu hefur gengið illa á markaðnum í sumar og Paul Montgomery, fyrrum njósnari félagsins, gagnrýnir hvernig það hefur nálgast málin.
„Ég set spurningamerki við skort á ákefð hjá Newcastle á leikmannamarkaðnum. Í dag þarftu að sýna ákefð þegar þú kaupir leikmann. Þegar þú ert búinn að ákveða að kaupa einhvern þá verður þú að ná til hans og sannfæra hann. Fáðu hann í einkaþotu, komdu honum á leikvanginn, sýndu honum myndbönd af ástríðufullum stuðningsmönnum Newcastle fagna bikarnum. Ég held að þetta vanti allt hjá Newcastle núna," segir Montgomery.
Athugasemdir