Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
   þri 05. ágúst 2025 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og Valur skildu jöfn á Akranesi í kvöld þar sem Ómar Björn Stefánsson jafnaði metin fyrir ÍA í blálokin.

ÍA átti mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en átti frábæran seinni hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Valur

„Ég sagði ekkert við liðið. Við spjölluðum saman í hálfleik. Við vorum allir óánægðir með fyrri hálfleikinn, með ákveðna hluti og menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það," sagði Lárus Orri.

Lárus Orri gerði breytingu í hálfleik þegar hann setti Hauk Andra Haraldsson inn á fyrir Jonas Gemmer sem átti erfiðan dag.

„Það var ekki bara Jonas sem átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Það voru fleiri leikmenn, allt liðið var tvístígandi. Við vorum ekki nógu ákveðnir þegar við komumst í snertingu við þá. Við náðum að opna viss svæði en nýttum þau ekki nógu vel," sagði Lárus Orri.

„Það stigu allir upp, Haukur kom mjög flottur inn og Johannes Vall og Erik flottir og fleiri leikmenn. Það er ósanngjarnt að pikka einhvern einn leikmann sem átti lélegan fyrri hálfleik eða góðan seinni hálfleik því þetta var allt liðið."

„Taktíkin gekk upp. við vorum að ná að opna þessi svæði sem við ætluðum að opna og við vorum að ná yfirtölu á vissum svæðum. En þegar þú ert ekki tilbúinn að fara alla leið í tæklingunum og tilbúinn að láta vaða þegar þú færð tækifærin þá verður þetta mjög erfitt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir