ÍA og Valur skildu jöfn á Akranesi í kvöld þar sem Ómar Björn Stefánsson jafnaði metin fyrir ÍA í blálokin.
ÍA átti mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en átti frábæran seinni hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, eftir leikinn.
ÍA átti mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en átti frábæran seinni hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Valur
„Ég sagði ekkert við liðið. Við spjölluðum saman í hálfleik. Við vorum allir óánægðir með fyrri hálfleikinn, með ákveðna hluti og menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það," sagði Lárus Orri.
Lárus Orri gerði breytingu í hálfleik þegar hann setti Hauk Andra Haraldsson inn á fyrir Jonas Gemmer sem átti erfiðan dag.
„Það var ekki bara Jonas sem átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Það voru fleiri leikmenn, allt liðið var tvístígandi. Við vorum ekki nógu ákveðnir þegar við komumst í snertingu við þá. Við náðum að opna viss svæði en nýttum þau ekki nógu vel," sagði Lárus Orri.
„Það stigu allir upp, Haukur kom mjög flottur inn og Johannes Vall og Erik flottir og fleiri leikmenn. Það er ósanngjarnt að pikka einhvern einn leikmann sem átti lélegan fyrri hálfleik eða góðan seinni hálfleik því þetta var allt liðið."
„Taktíkin gekk upp. við vorum að ná að opna þessi svæði sem við ætluðum að opna og við vorum að ná yfirtölu á vissum svæðum. En þegar þú ert ekki tilbúinn að fara alla leið í tæklingunum og tilbúinn að láta vaða þegar þú færð tækifærin þá verður þetta mjög erfitt."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir