Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurður Þór stýrir kvennaliði Fylkis út tímabilið
Kvenaboltinn
Mynd: Fylkir
Sigurður Þór Reynisson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis. Hann gerir samning út sumarið.

„Sigurður Þór sem er með KSÍ A próf er Fylkisfólki vel kunnur en hann hefur sinnt starfi yfirþjálfara yngri flokka undanfarin ár. Auk þess hefur Sigurður leitt afreksstarf deildarinnar og á þeim vettvangi komið að þjálfun margra leikmanna sem nú skipa hóp meistaraflokks Fylkis," segir í tilkynningu frá Fylki.

Kristófer Númi Hlynsson og Sonný Lára Þráinsdóttir verða einnig í þjálfarateyminu. Kristófer er í meistaraflokksráði félagsins og hefur verið hluti af teymi sem hefur staðið að uppbyggingu umgjörðar í kringum kvennalið félagsins. Áður var hann yngri flokkaþjálfari hjá KF.

Sonný fyrrum markvöðrur en hún hefur verið í þjálfarateymi Fylkis frá 2022. Hún var áður markmannsþjálfari en hún tók að sér stöðu markmannsþjálfara í sumar.


Athugasemdir
banner