Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fótbolti.net bikarinn: Víkingur Ó. áfram eftir maraþonleik - Axel hetja Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hektor Bergmann
Hektor Bergmann
Mynd: Víkingur Ó.
8-liða úrslitin í Fótbolti.net bikarum fóru fram í kvöld. Grótta heimsótti Hött/Huginn en heimamenn náðu forystunni þegar Árni Veigar Árnason kom boltanum í netið.



Forystan lifði ekki lengi því Axel Sigurðarson jafnaði metin fyrir Gróttu aðens fimm mínútum eftir að Höttur/Huginn komst yfir.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en Axell kom Gróttu yfir eftir rúmlega klukkutíma leik og það reyndist sigurmarkið.

Það var spennandi leikur þegar KFA fékk Víking Ólafsvík í heimsókn. Heiðar Snær Ragnarsson kom heimamönnum yfir snemma leiks. Víkingur náði að snúa blaðinu við með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla.

Kwame Quee jafnaði metin og tveimur mínútum síðar kom Hektor Bergmann Garðarsson Víkingi yfir en Kwame og Hektor lögðu mörkin upp á hvorn annan.

Marteinn Már Sverrisson jafnaði metin fyrir KFA og náði að knýja fram framlengingu. Hektor Bergmann kom Víkingi yfir strax í upphafi framlengingarinnar.

Kwame fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks og KFA náði að nýta sér liðsmuninn þegar Arnór Berg Grétarsson skallaði boltann í netið í blálokin og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni.

Þar varði Jón Kristinn Elíasson, markvörður Víkings, frá Heiðari Snæ Ragnarssyni og Ingvar Freyr Þorsteinsson, fyrirliði Víkings, skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði sínum mönnum sigurinn.

Kormákur/Hvöt náði forystunni gegn Ými undir lok fyrri hálfleiks. Bocar Djumo bætti öðru markinu við strax í upphafi seinni hálfleiks og Sigurður Bjarni Aadnegard innsiglaði sigurinn. Björn Ingi Sigurðsson náði að skora sárabótamark fyrir Ými í blálokin.

Tindastóll var komið með þriggja marka forystu snemma í seinni hálfleik gegn KFG. Benedikt Pálmason minnkaði muninn en Jóhann Daði Gíslason gulltryggði sigur Tindastóls með marki undir lokin.

Kormákur/Hvöt 3 - 1 Ýmir
1-0 Kristinn Bjarni Andrason ('45 )
2-0 Bocar Djumo ('48 )
3-0 Sigurður Bjarni Aadnegard ('63 )
3-1 Björn Ingi Sigurðsson ('90 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 4 - 1 KFG
1-0 Sverrir Hrafn Friðriksson ('5 )
2-0 Arnar Ólafsson ('36 )
3-0 Sverrir Hrafn Friðriksson ('49 )
3-1 Benedikt Pálmason ('62 )
4-1 Jóhann Daði Gíslason ('85 )
Rautt spjald: Dagur Óli Grétarsson, KFG ('90) Lestu um leikinn

KFA 3 - 3 Víkingur Ó. (4-5 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Heiðar Snær Ragnarsson ('5 )
1-1 Kwame Quee ('66 )
1-2 Hektor Bergmann Garðarsson ('68 )
2-2 Marteinn Már Sverrisson ('77 )
2-3 Hektor Bergmann Garðarsson ('92 )
3-3 Arnór Berg Grétarsson ('119 )
Rautt spjald: Kwame Quee, Víkingur Ó. ('103) Lestu um leikinn

Höttur/Huginn 1 - 2 Grótta
1-0 Árni Veigar Árnason ('26 )
1-1 Axel Sigurðarson ('31 )
1-2 Axel Sigurðarson ('65 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner