RB Leipzig hefur sett sig í samband við Liverpool vegna Harvey Elliott. The Athletic greinir frá þessu.
The Athletic greindi frá því í síðasta mánuði að Leipzig væri eitt af þeim félögum sem höfðu áhuga á Elliott. Liverpool vill fá 40-50 milljónir punda fyrir hann.
The Athletic greindi frá því í síðasta mánuði að Leipzig væri eitt af þeim félögum sem höfðu áhuga á Elliott. Liverpool vill fá 40-50 milljónir punda fyrir hann.
Leipzig vill fá þennan 22 ára gamla Englending til að taka við af Xavi Simons sem gæti yfirgefið félagið í sumar en Chelsea hefur mikinn áhuga á honum.
Elliott var aðeins tvisvar í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en báðir leikirnir voru eftir að Liverpool tryggði sér titilinn. Hann kom við sögu í 28 leikjum í öllum keppnum, skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú.
Athugasemdir