
„Ég er ótrúlega spennt eins og ég held að flestir FH-ingar séu. Það er mikil tilhlökkun," segir Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, sem var besti leikmaður undanúrslita Mjólkurbikarsins að mati Fótbolta.net.
Hún fékk fyrir það verðlaun frá Mjólkursamsölunni en FH lagði Val að velli í framlengdum leik á Hlíðarenda til að komast í úrslitaleikinn þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.
Hún fékk fyrir það verðlaun frá Mjólkursamsölunni en FH lagði Val að velli í framlengdum leik á Hlíðarenda til að komast í úrslitaleikinn þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.
Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þar sem FH gerði sigurmarkið í blálokin.
„Það var ótrúleg tilfinning að við náðum að skora á lokamínútum uppbótartímans. Ég held að það færi okkur aukakraft inn í úrslitaleikinn."
„Við fengum högg í andlitið á annarri mínútu þegar þær skora. Við náum að svara því strax og svo var þetta hörkuleikur."
Arna er uppalin í Val. Var þetta sætari tilfinning út af því?
„Nei, ég er búin að segja það áður að það skiptir engu máli að þetta hafi verið Valur. Ég hef svo sem aldrei unnið þær áður en það gerir þetta ekki enn sætara."
Í liði Vals eru tvær af systrum Örnu og spiluðu þær báðar í leiknum. Arna er með montréttinn heima hjá sér þessa stundina.
„Litla systir mín er bara á sínu fyrsta tímabili þar sem hún fær að spila með Val og það er frábært að fá að fylgjast með henni þar. Svo stekkur Malla, eldri systir mín, inn í þetta þegar Natasha meiðist og hefur verið að gera það vel."
„Ég hugsa að ég væri aðeins meira pirruð að þurfa að hitta þær heima ef ég hefði tapað," sagði Arna létt.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Arna ræðir frekar um uppgang FH.
Athugasemdir