Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi erlendis frá á Helga Guðjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson er undir smásjá félaga erlendis. Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttaritari Fótbolta.net, vekur athygli á því á X að félög frá Noregi og Króatíu horfi til Helga.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur norska félagið Bryne áhuga á að fá Helga í sínar raðir.

Helgi er fjölhæfur leikmaður, kannski helst stimplaður sem framherji en hefur einn spilað talsvert á vinstri kantinum og vængbakverðinum.

Helgi hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur í Bestu deildinni á þessu tímabili.

Hann er Borgfirðingur sem uppalinn er hjá Fram en hefur verið hjá Víkingi síðan 2020. Hann varð 26 ára í gær.

Bryne er í 13. sæti af 16 í norsku úrvalsdeildinni. Næstu leikur Víkings er leikur gegn Bröndby í 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Sá leikur fer fram á Víkingsvelli á fimmtudag.

Athugasemdir
banner
banner