Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   þri 05. ágúst 2025 22:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson ræddi við Fótbolta.net eftir jafntefli Vals gegn ÍA á Akranesi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Valur

„Við byrjum mjög sterkt. Patrick á dauðafæri eftir einhverjar tvær til þrjár mínútur og eftir það gáfum við í. Við fengum fullt af færum og sénsum til að vera með enn stærra forskot í fyrri hálfleik. Erum samt með 2-0 sem verður að teljast gott," sagði Jónatan.

„Í seinni hálfleik erum við bara lélegir. Slakir, höldum illa í boltann, sköpum ekki eins mikið, erum eftir á í öllu. Þeir eru líka grimmir, koma sterkir inn í seinni hálfleik. Að því sögðu þá voru bæði mörkin skrípamörk. Ég get ekki einu sinni lýst seinna markinu. Við áttum að sigla þessu heim, við verðum að geta átt lélega hálfleika en samt klárað þetta."

Jónatan segir að Skagamenn séu alltaf erfiðir heim að sækja.

„Það er alltaf erfitt að koma upp á Skaga sama hvar þeir eru í deildinni. Þeir gætu verið í fyrsta sæti og það væri alveg eins og þegar þeir eru í neðsta sæti. Þeir eru erfiðir heim að sækja og þess vegna komum við vel gíraðir inn í þennan leik og svo héldum við greinilega að þetta væri komið þegar það var komið 2-0 en það er alls ekki svoleiðis þegar þú kemur hingað, við þurufm að læra af þessu. Að því sögðu þá erum við enn á toppnum og erum ekki að fara sleppa því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner