Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
   þri 05. ágúst 2025 22:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson ræddi við Fótbolta.net eftir jafntefli Vals gegn ÍA á Akranesi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Valur

„Við byrjum mjög sterkt. Patrick á dauðafæri eftir einhverjar tvær til þrjár mínútur og eftir það gáfum við í. Við fengum fullt af færum og sénsum til að vera með enn stærra forskot í fyrri hálfleik. Erum samt með 2-0 sem verður að teljast gott," sagði Jónatan.

„Í seinni hálfleik erum við bara lélegir. Slakir, höldum illa í boltann, sköpum ekki eins mikið, erum eftir á í öllu. Þeir eru líka grimmir, koma sterkir inn í seinni hálfleik. Að því sögðu þá voru bæði mörkin skrípamörk. Ég get ekki einu sinni lýst seinna markinu. Við áttum að sigla þessu heim, við verðum að geta átt lélega hálfleika en samt klárað þetta."

Jónatan segir að Skagamenn séu alltaf erfiðir heim að sækja.

„Það er alltaf erfitt að koma upp á Skaga sama hvar þeir eru í deildinni. Þeir gætu verið í fyrsta sæti og það væri alveg eins og þegar þeir eru í neðsta sæti. Þeir eru erfiðir heim að sækja og þess vegna komum við vel gíraðir inn í þennan leik og svo héldum við greinilega að þetta væri komið þegar það var komið 2-0 en það er alls ekki svoleiðis þegar þú kemur hingað, við þurufm að læra af þessu. Að því sögðu þá erum við enn á toppnum og erum ekki að fara sleppa því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner