Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   þri 05. ágúst 2025 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen sló markamet Tryggva Guðmundssoonar í kvöld þegar hann skoraði tvennu í svekkjandi jafntefli Vals gegn ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Valur

„Mér líður mjög vel. Ég er svekktur með úrslitin en það var léttir að slá metið í dag,"

Hann fékk tækifæri starx í upphafi leiksins að slá metið en Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, sá við honum. Hann bætti upp fyrir það eftir rúmlega stundafjórðung og skoraði síðan sitt annað mark úr víti.

„Við fengum mörg færi í fyrri hálfleik. Ég fékk mitt annað tækifæri og skoraði, það var léttir."

Valur stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik en ÍA var með góð tök á seinni hálfleiknum og náði í dramatískt jafntefli.

„Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum algjörlega. Við áttum að drepa leikinn þá en gerðum það ekki, svona er þetta," sagði Patrick.
Athugasemdir