Patrick Pedersen sló markamet Tryggva Guðmundssoonar í kvöld þegar hann skoraði tvennu í svekkjandi jafntefli Vals gegn ÍA.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Valur
„Mér líður mjög vel. Ég er svekktur með úrslitin en það var léttir að slá metið í dag,"
Hann fékk tækifæri starx í upphafi leiksins að slá metið en Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, sá við honum. Hann bætti upp fyrir það eftir rúmlega stundafjórðung og skoraði síðan sitt annað mark úr víti.
„Við fengum mörg færi í fyrri hálfleik. Ég fékk mitt annað tækifæri og skoraði, það var léttir."
Valur stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik en ÍA var með góð tök á seinni hálfleiknum og náði í dramatískt jafntefli.
„Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum algjörlega. Við áttum að drepa leikinn þá en gerðum það ekki, svona er þetta," sagði Patrick.
Athugasemdir