Íslenski sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er búinn að skrifa undir samning við Gwangju FC í Suður-Kóreu.
Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni en þar segir að Hólmbert sé fullkominn í lið Gwangju sem var að leitast eftir því að bæta við sig sóknarmanni með hæð og góðar afgreiðslur fyrir framan markið.
Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni en þar segir að Hólmbert sé fullkominn í lið Gwangju sem var að leitast eftir því að bæta við sig sóknarmanni með hæð og góðar afgreiðslur fyrir framan markið.
„Það er mér heiður að vera fyrsti íslenski leikmaðurinn til að spila í efstu deild í Suður-Kóreu," segir Hólmbert.
Hólmbert hefur verið án félags eftir að hafa yfirgefið Preussen Münster í Þýskalandi fyrr í sumar.
Hólmbert, sem er 32 ára gamall, spilaði með HK, Fram, KR og Stjörnunni á Íslandi, en erlendis hefur hann spilað með Álasundi, Brescia, Bröndby, Celtic, Holsten og Lilleström.
Hann á sex A-landsleiki að baki með Íslandi og hefur hann skorað í þeim tvö mörk.
Gwangju hafnaði í níunda sæti efstu deildar í Suður-Kóreu á síðasta tímabili.
Athugasemdir