Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
banner
   þri 05. ágúst 2025 20:45
Hafþór Örn Laursen
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Lestu um leikinn: Kormákur/Hvöt 3 -  1 Ýmir

Fótbolti.net fékk spilandi þjálfara Kormáks/Hvatar, Dominic Furness, í stutt spjall eftir sigur þeirra gegn Ými í 8-liða úrslitum Fótbolti.net-bikarsins.

„Þetta var ekki besta frammistaða okkar, en við fengum mörg tækifæri í fyrri hálfleik en mikilvægast var að ná sigri í erfiðum leik.''

Tindastóll komust áfram í undanúrslit eftir fjörugan 4-1 sigur gegn KFG og var Dom spurður út í hvort hann myndi ekki vilja fá þá í úrslitaleik, enda fyrrverandi þjálfari Stólanna.

„Það væri frábært að fá þá í úrslitin, þeir eru með góðan hóp og ég er glaður fyrir þeirra hönd.''

„Ýmir spiluðu vel og pressuðu á okkur í fyrri hálfleik og voru grimmir á vörnina''ITALIC

Áhugavert atvik kom uppá í byrjun seinni hálfleiks þegar Abdelhadi Khalok þurfti að hlaupa út í klefa í nokkrar mínútur og var Dom spurður út í hvað hefði gerst.

„,Ég held hann hafi fengið einhverja magakveisu og þurfti þess vegna að hlaupa inn í klefa.''

Dregið verður í undanúrslit Fótbolta.net-bikarsins á fimmtudaginn.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner