Enski miðjumaðurinn Tyler Morton er genginn til liðs við Lyon frá Liverpool fyrir 15 milljónir punda.
Morton er 22 ára gamall og er uppalinn hjá Liverpool. Hann spilaði 14 leiki fyrir liðið. Hann var áður á láni hjá Blackburn og Hull í Championship deildinni en var hjá Liverpool á síðustu leiktíð þar sem hann kom við sögu í fimm leikjum.
Samkvæmt heimildum Sky Sport fær Liverpool 20 prósent af næstu sölu.
Morton er 22 ára gamall og er uppalinn hjá Liverpool. Hann spilaði 14 leiki fyrir liðið. Hann var áður á láni hjá Blackburn og Hull í Championship deildinni en var hjá Liverpool á síðustu leiktíð þar sem hann kom við sögu í fimm leikjum.
Samkvæmt heimildum Sky Sport fær Liverpool 20 prósent af næstu sölu.
Hann var í hópi U21 landsliðs Englands sem varð Evrópumeistari í sumar annað mótið í röð.
Morton var mjög eftirsóttur í sumar en Braga, Ipswich, Strasbourg og West Ham höfðu öll áhuga á honum.
Ici aussi, tu ne marcheras jamais seul ????????????#Morton2030 pic.twitter.com/gaKsxX3AVc
— Olympique Lyonnais (@OL) August 5, 2025
Athugasemdir