Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   mán 07. september 2020 20:17
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig um sína stöðu og Gary Martin: Engin dramatík
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ekki miðað við hvernig leikurinn var.“ Voru fyrstu orð Helga Sigurðssonar þjálfara ÍBV aðspurður hvort hann væri sáttur við leikinn eftir 1-1 jafntefli ÍBV gegn Grindavík fyrr í kvöld. Jafnteflið er það sjöunda sem liðið gerir í deildinni til þessa og ljóst að þau gætu reynst liðinu ansi dýr í baráttunni um að komast upp í Pepsi Max að ári sem flestir töldu að ÍBV myndi berjast um.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Mér fannst við betri í fyrri hálfleik og við áttum að skora og vera yfir í hálfleik en ég er mjög sáttur hvernig liðið kom inn í þennan leik og hélt út allann tímann en ég er ekki sáttur að taka ekki öll þrjú stigin.“

Margir veltu eflaust fyrir sér fjarveru Gary Martin í leikmannahópi ÍBV í kvöld. Um það sagði Helgi.

„Það er bara einfalt hann er bara meiddur og svo sem engin dramatík á bakvið það og við sjáum bara hvort hann verði klár á laugardaginn.“

Gary Martin hefur þó verið í umræðunni undanfarna daga eftir að hafa farið í fússi frá leikstað eftir síðasta leik Eyjamanna og þau ummæli Gary að hann ætli sér að yfirgefa liðið fari það ekki upp um deild.

„Það hefur bara ekkert verið með hann nema bara meiðsli. Hann meiddist á æfingu á laugardaginn og er búinn að vera stífur.“ sagði Helgi um meiðsli Gary en sagði aðspurður hvað honum finndist um ummæli Garys. „Ég hef bara litla skoðun á því. Það eina sem ég get fókusað á er liðið og þá sem eru í því hverju sinni. Hann er bara hluti af liðinu og hvað gerist á næsta ári eða þar næsta það er ómögulegt að spá um það. “

Í hlaðvarpsþættinum Dr.Football kom fram í dag að Eyjamenn væru þegar farnir að leita að arftaka Helga sem þjálfara liðsins.

„Ég bara hlusta ekki á þennan þátt, Það verður þá bara að koma í ljós en er það ekki alltaf þannig að menn reyna að búa til einhverjar fréttir. “ Sagði Helgi og bætti við aðspurður hvort viðræður hefðu farið fram um áframhald á samstarfi hans við ÍBV.

„Nei þetta hefur ekki verið til umræðu hjá ÍBV en ég kem bara af fjöllum og er að heyra þetta fyrst frá þér . En ég hlusta ekkert á þessa þætti en það er gott að þú segir mér það en ég hef litlar áhyggjur af því hvað verður. Eru ekki alltaf allir þjálfarar undir höggi og þeim kennt um ef eitthvað gegnur ekki.“

Allt viðtalið við Helga má sjá hér að ofan.
Athugasemdir