Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 07. september 2020 20:17
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig um sína stöðu og Gary Martin: Engin dramatík
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ekki miðað við hvernig leikurinn var.“ Voru fyrstu orð Helga Sigurðssonar þjálfara ÍBV aðspurður hvort hann væri sáttur við leikinn eftir 1-1 jafntefli ÍBV gegn Grindavík fyrr í kvöld. Jafnteflið er það sjöunda sem liðið gerir í deildinni til þessa og ljóst að þau gætu reynst liðinu ansi dýr í baráttunni um að komast upp í Pepsi Max að ári sem flestir töldu að ÍBV myndi berjast um.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Mér fannst við betri í fyrri hálfleik og við áttum að skora og vera yfir í hálfleik en ég er mjög sáttur hvernig liðið kom inn í þennan leik og hélt út allann tímann en ég er ekki sáttur að taka ekki öll þrjú stigin.“

Margir veltu eflaust fyrir sér fjarveru Gary Martin í leikmannahópi ÍBV í kvöld. Um það sagði Helgi.

„Það er bara einfalt hann er bara meiddur og svo sem engin dramatík á bakvið það og við sjáum bara hvort hann verði klár á laugardaginn.“

Gary Martin hefur þó verið í umræðunni undanfarna daga eftir að hafa farið í fússi frá leikstað eftir síðasta leik Eyjamanna og þau ummæli Gary að hann ætli sér að yfirgefa liðið fari það ekki upp um deild.

„Það hefur bara ekkert verið með hann nema bara meiðsli. Hann meiddist á æfingu á laugardaginn og er búinn að vera stífur.“ sagði Helgi um meiðsli Gary en sagði aðspurður hvað honum finndist um ummæli Garys. „Ég hef bara litla skoðun á því. Það eina sem ég get fókusað á er liðið og þá sem eru í því hverju sinni. Hann er bara hluti af liðinu og hvað gerist á næsta ári eða þar næsta það er ómögulegt að spá um það. “

Í hlaðvarpsþættinum Dr.Football kom fram í dag að Eyjamenn væru þegar farnir að leita að arftaka Helga sem þjálfara liðsins.

„Ég bara hlusta ekki á þennan þátt, Það verður þá bara að koma í ljós en er það ekki alltaf þannig að menn reyna að búa til einhverjar fréttir. “ Sagði Helgi og bætti við aðspurður hvort viðræður hefðu farið fram um áframhald á samstarfi hans við ÍBV.

„Nei þetta hefur ekki verið til umræðu hjá ÍBV en ég kem bara af fjöllum og er að heyra þetta fyrst frá þér . En ég hlusta ekkert á þessa þætti en það er gott að þú segir mér það en ég hef litlar áhyggjur af því hvað verður. Eru ekki alltaf allir þjálfarar undir höggi og þeim kennt um ef eitthvað gegnur ekki.“

Allt viðtalið við Helga má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner