Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mán 07. september 2020 20:17
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig um sína stöðu og Gary Martin: Engin dramatík
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ekki miðað við hvernig leikurinn var.“ Voru fyrstu orð Helga Sigurðssonar þjálfara ÍBV aðspurður hvort hann væri sáttur við leikinn eftir 1-1 jafntefli ÍBV gegn Grindavík fyrr í kvöld. Jafnteflið er það sjöunda sem liðið gerir í deildinni til þessa og ljóst að þau gætu reynst liðinu ansi dýr í baráttunni um að komast upp í Pepsi Max að ári sem flestir töldu að ÍBV myndi berjast um.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Mér fannst við betri í fyrri hálfleik og við áttum að skora og vera yfir í hálfleik en ég er mjög sáttur hvernig liðið kom inn í þennan leik og hélt út allann tímann en ég er ekki sáttur að taka ekki öll þrjú stigin.“

Margir veltu eflaust fyrir sér fjarveru Gary Martin í leikmannahópi ÍBV í kvöld. Um það sagði Helgi.

„Það er bara einfalt hann er bara meiddur og svo sem engin dramatík á bakvið það og við sjáum bara hvort hann verði klár á laugardaginn.“

Gary Martin hefur þó verið í umræðunni undanfarna daga eftir að hafa farið í fússi frá leikstað eftir síðasta leik Eyjamanna og þau ummæli Gary að hann ætli sér að yfirgefa liðið fari það ekki upp um deild.

„Það hefur bara ekkert verið með hann nema bara meiðsli. Hann meiddist á æfingu á laugardaginn og er búinn að vera stífur.“ sagði Helgi um meiðsli Gary en sagði aðspurður hvað honum finndist um ummæli Garys. „Ég hef bara litla skoðun á því. Það eina sem ég get fókusað á er liðið og þá sem eru í því hverju sinni. Hann er bara hluti af liðinu og hvað gerist á næsta ári eða þar næsta það er ómögulegt að spá um það. “

Í hlaðvarpsþættinum Dr.Football kom fram í dag að Eyjamenn væru þegar farnir að leita að arftaka Helga sem þjálfara liðsins.

„Ég bara hlusta ekki á þennan þátt, Það verður þá bara að koma í ljós en er það ekki alltaf þannig að menn reyna að búa til einhverjar fréttir. “ Sagði Helgi og bætti við aðspurður hvort viðræður hefðu farið fram um áframhald á samstarfi hans við ÍBV.

„Nei þetta hefur ekki verið til umræðu hjá ÍBV en ég kem bara af fjöllum og er að heyra þetta fyrst frá þér . En ég hlusta ekkert á þessa þætti en það er gott að þú segir mér það en ég hef litlar áhyggjur af því hvað verður. Eru ekki alltaf allir þjálfarar undir höggi og þeim kennt um ef eitthvað gegnur ekki.“

Allt viðtalið við Helga má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner