Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 07. september 2020 20:17
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig um sína stöðu og Gary Martin: Engin dramatík
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ekki miðað við hvernig leikurinn var.“ Voru fyrstu orð Helga Sigurðssonar þjálfara ÍBV aðspurður hvort hann væri sáttur við leikinn eftir 1-1 jafntefli ÍBV gegn Grindavík fyrr í kvöld. Jafnteflið er það sjöunda sem liðið gerir í deildinni til þessa og ljóst að þau gætu reynst liðinu ansi dýr í baráttunni um að komast upp í Pepsi Max að ári sem flestir töldu að ÍBV myndi berjast um.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 ÍBV

„Mér fannst við betri í fyrri hálfleik og við áttum að skora og vera yfir í hálfleik en ég er mjög sáttur hvernig liðið kom inn í þennan leik og hélt út allann tímann en ég er ekki sáttur að taka ekki öll þrjú stigin.“

Margir veltu eflaust fyrir sér fjarveru Gary Martin í leikmannahópi ÍBV í kvöld. Um það sagði Helgi.

„Það er bara einfalt hann er bara meiddur og svo sem engin dramatík á bakvið það og við sjáum bara hvort hann verði klár á laugardaginn.“

Gary Martin hefur þó verið í umræðunni undanfarna daga eftir að hafa farið í fússi frá leikstað eftir síðasta leik Eyjamanna og þau ummæli Gary að hann ætli sér að yfirgefa liðið fari það ekki upp um deild.

„Það hefur bara ekkert verið með hann nema bara meiðsli. Hann meiddist á æfingu á laugardaginn og er búinn að vera stífur.“ sagði Helgi um meiðsli Gary en sagði aðspurður hvað honum finndist um ummæli Garys. „Ég hef bara litla skoðun á því. Það eina sem ég get fókusað á er liðið og þá sem eru í því hverju sinni. Hann er bara hluti af liðinu og hvað gerist á næsta ári eða þar næsta það er ómögulegt að spá um það. “

Í hlaðvarpsþættinum Dr.Football kom fram í dag að Eyjamenn væru þegar farnir að leita að arftaka Helga sem þjálfara liðsins.

„Ég bara hlusta ekki á þennan þátt, Það verður þá bara að koma í ljós en er það ekki alltaf þannig að menn reyna að búa til einhverjar fréttir. “ Sagði Helgi og bætti við aðspurður hvort viðræður hefðu farið fram um áframhald á samstarfi hans við ÍBV.

„Nei þetta hefur ekki verið til umræðu hjá ÍBV en ég kem bara af fjöllum og er að heyra þetta fyrst frá þér . En ég hlusta ekkert á þessa þætti en það er gott að þú segir mér það en ég hef litlar áhyggjur af því hvað verður. Eru ekki alltaf allir þjálfarar undir höggi og þeim kennt um ef eitthvað gegnur ekki.“

Allt viðtalið við Helga má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner