Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. september 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atvinnumennskan er ekki skemmtileg - Hákon til fyrirmyndar
Icelandair
Hákon Arnar Haraldsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson
Mynd: Hulda Margrét
Íslenska undir 21 árs landsliðið mætir Grikklandi í Undankeppni EM á Wurth vellinum í Árbænum kl 17 í dag.

Liðið sigraði Hvíta-Rússlandi síðastliðinn fimmtudag með tveimur mörkum gegn einu ytra. Hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands. Hann byrjaði á bekknum en kom inná eftir aðeins fimm mínútur fyrir Brynjólf Andersen Willumson sem meiddist.

Bjarni Guðjónsson var gestur hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn. Hákon er á mála hjá FC Kaupmannahöfn en Bjarni sá til hans er hann kíkti í heimsókn.

„Ég sá Hákon þegar við fórum í heimsókn þarna út og þá töluðu þeir um hvað þeir voru rosalega ánægðir með hann. Vandamálið á þeim tíma var þjálfarinn (Stale Solbakken) sem var þá með aðalliðið. Það snérist mikið um að vinna og var meira í því að kaupa leikmenn þannig það var ekki skýr leiðin upp í aðalliðið. Þegar Stale fer þá er Hákon einn af fyrstu sem fær að fljóta upp í aðalliðið, það kom ekkert svakalega á óvart."

Bjarni varar unga leikmenn á Íslandi við því að markmiðinu sé ekki náð þegar komið er út í atvinnumennsku, þá byrjar vinnan fyrst. Hann segir að Hákon sé mjög einbeittur.

„Ef mönnum finnst erfitt að spila á Íslandi, bíðið þá bara þetta er ekki byrjað, erfiðleikarnir byrja ekki fyrr en þú ert orðinn atvinnumaður. Það halda allir bara 'þetta er komið, ég er atvinnumaður', það er ekki svoleiðis. Þá fyrst byrjar vinnan, kröfurnar og það sem þú þarft að ganga í gengnum, þetta er ekkert svakalega gaman. Þetta er hlutur sem ég lenti í og ég höndlaði það ekki rétt. Það sem maður heyrir af Hákoni hjá FCK er að hann tekur þessu öllu, bara niður með hausinn og vinnur sig í gegnum allt, algjörlega til fyrirmyndar, vinnusemi og dugnaður, það er að skila honum í þetta og svo er hann frábær í fótbolta."

Orri Steinn Óskarsson er einnig á mála hjá FCK og hann hefur staðið sig gríðarlega vel en þrátt fyrir það hefur hann ekki fengið sénsinn í aðalliðinu.

„Það er annar strákur þarna líka Orri Steinn, sonur Óskars Hrafns. Ég held að hann hafi skorað 500 mörk í 20 leikjum eða eitthvað fyrir unglingaliðið á síðustu leiktíð svo er hann bara aftur í unglingaliðinu. Það væri ekkert mál fyrir ungan mann að banka á dyrnar og bara 'Heyrðu, get ég ekki bara byrjað í aðalliðinu?" Sagði Tómas Þór.

„Þarna þarf hann að vanda sig og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann geri það," sagði Bjarni.

Hákon sagði í viðtali að Orri muni fá tækifæri með aðalliði FCK fljótlega.

Tómas bendir á að það eru góðir leikmenn í Pepsi Max-deildinni sem hafa reynt fyrir sér í atvinnumennskunni en komið aftur heim.

„Það eru strákar í Pepsi Max-deildinni sem hafa smakkað á atvinnumennskunni og það er góð og gild ástæða fyrir því að þeir eru komnir heim og þá er bara aðeins að taka til og reyna aftur,"

Eins og fyrr segir er Hákon aðeins 18 ára gamall en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK í lok júlí en hann kom inná sem varamaður í 5-0 sigri gegn Torpedo í Sambandsdeildinni þegar korter var eftir af leiknum.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsumræða með Bjarna Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner