Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   lau 07. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Iker Muniain semur við félag í Argentínu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænski leikmaðurinn Iker Muniain hefur samið við argentínska félagið San Lorenzo en hann kemur á frjálsri sölu.

Muniain er 32 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem hafði spilað allan sinn feril með uppeldisfélagi sínu, Athletic Bilbao, áður en hann yfirgaf liðið í sumar.

Samningur hans rann út og ákvað hann að leita á önnur mið en hann hefur nú fundið sér nýtt félag.

Spánverjinn er greinilega ekki hræddur við að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi en hann samdi í gær við argentínska félagið San Lorenzo.

San Lorenzo er í 23. sæti argentínsku úrvalsdeildarinnar eftir tólf leiki.



Athugasemdir
banner
banner