mán 07. október 2019 21:00 |
|
Sara Björk: Búið að fylla á tankinn

Ferðalagið frá Frakklandi, þar sem leikinn var vináttuleikur á föstudaginn, tók sinn toll en Sara segir að allur hópurinn sé orðinn ferskur.
„Það er búið að fylla á tankinn hjá okkur, bæði af svefn og mat," segir Sara.
„Það er allt í toppstandi fyrir utan að völlurinn er blautur og því æfum við annarstaðar í dag."
Keppnisvöllurinn í Lettlandi er ekki eins og best verður á kosið eins og Fótbolti.net komst að í morgun.
„Maður býst við því að völlurinn verði þungur og laus í sér en við erum vanar því. Lettneska liðið er án stiga en er með fína leikmenn. Þær liggja mjög neðarlega á vellinum og þetta gæti orðið þolinmæðisverk. Við vitum vel hvað er undir."
„Við ætlum að búa til úrslitaleik um fyrsta sætið í Svíþjóð á næsta ári og þurfum að klára þetta," segir Sara en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
07:00
12:30