Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Frakkland og Ítalía með stórsigra - Holland tapaði
Olivier Giroud skoraði tvö mörk og er nú næst markahæsti leikmaður Frakklands frá upphafi
Olivier Giroud skoraði tvö mörk og er nú næst markahæsti leikmaður Frakklands frá upphafi
Mynd: Getty Images
Stephan El Shaarawy og félagar hans í ítalska landsliðinu unnu öruggan sigur á Moldóvu
Stephan El Shaarawy og félagar hans í ítalska landsliðinu unnu öruggan sigur á Moldóvu
Mynd: Getty Images
Það var líf og fjör í vináttulandsleikjunum í kvöld en Frakkland slátraði Úkraínu, 7-1, á meðan Ítalía vann Moldóvu 6-0 á sama tíma en Olivier Giroud skoraði tvö fyrir Frakka.

Danmörk vann Færeyjar 4-0. Andreas Olsen, Christian Eriksen, Joakim Mæhle og Andreas Cornelius gerðu mörk danska liðsins og komu þau öll í fyrri hálfleik.

Frakkar fóru illa með Úkraínu en sá leikur endaði með 7-1 sigri Frakka. Hinn ungi og efnilegi Eduardo Camavinga kom Frökkum á bragðið snemma leiks. Olivier Giroud skoraði tvívegis í leiknum og þá komust þeir Corentin Tolisso, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann einnig á blað.

Þýskaland og Tyrkland gerðu 3-3 jafntefli. Julian Draxler, Florian Neuheus og Luca Waldschmidt, nýr leikmaður Benfica, skoruðu mörk Þjóðverja en undir lok leiksins jöfnuðu Tyrkir með marki frá Kenan Karaman.

Stephan El-Shaarawy skoraði þá tvisvar í 6-0 sigri Ítalíu á Moldóvu á meðan Portúgal og Spánn gerðu markalaust jafntefli. Hollenska landsliðið tapaði óvænt fyrir Mexíkó, 1-0, en Raul Jimenez, framherji Wolves, skoraði sigurmarkið.

Úrslit og markaskorarar:

Danmörk 4 - 0 Færeyjar
1-0 Andreas Olsen ('22 )
2-0 Christian Eriksen ('27 , víti)
3-0 Joakim Maehle ('32 )
4-0 Andreas Cornelius ('45 )

Kýpur 1 - 2 Tékkland
0-1 Tomas Holes ('13 )
1-1 Loizos Loizou ('32 )
1-2 Vladimir Darida ('43 , víti)

Austurríki 2 - 1 Grikkland
0-1 Kostas Fortounis ('63 )
1-1 Adrian Grbic ('77 )
2-1 Christoph Baumgartner ('80 )

Pólland 5 - 1 Finnland
1-0 Kamil Grosicki ('9 )
2-0 Kamil Grosicki ('18 )
3-0 Kamil Grosicki ('38 )
4-0 Krzysztof Piatek ('53 )
4-1 Ilmari Niskanen ('68 )
5-1 Arkadiusz Milik ('87 )

Slóvenía 4 - 0 San Marino
1-0 Nemanja Mitrovic ('17 )
2-0 Haris Vuckic ('25 , víti)
3-0 ('41 )
4-0 Rajko Rep ('48 )

Ítalía 6 - 0 Moldóva
1-0 Bryan Cristante ('19 )
2-0 Francesco Caputo ('23 )
3-0 Stephan El Shaarawy ('30 )
3-1 Veaceslav Posmac ('38 , sjálfsmark)
4-1 Stephan El Shaarawy ('45 )
5-1 Domenico Berardi ('72 )

Sviss 1 - 2 Króatía
1-0 Mario Gavranovic ('31 )
1-1 Josip Brekalo ('42 )
1-2 Mario Pasalic ('67 )

Þýskaland 3 - 3 Tyrkland
1-0 Julian Draxler ('45 )
1-1 Ozan Tufan ('50 )
2-1 Florian Neuhaus ('58 )
2-2 Efecan Karaca ('67 )
3-2 Luca Waldschmidt ('81 )
3-3 Kenan Karaman ('90 )

Holland 0 - 1 Mexíkó
0-1 Raul Jimenez ('60 , víti)

Portúgal 0 - 0 Spánn

Frakkland 7 - 1 Úkraína
1-0 Eduardo Camavinga ('9 )
2-0 Olivier Giroud ('24 )
3-0 Olivier Giroud ('34 )
3-1 Vitaliy Mykolenko ('40 , sjálfsmark)
3-2 Viktor Tsygankov ('53 )
4-2 Corentin Tolisso ('65 )
5-2 Kylian Mbappe ('82 )
6-2 Antoine Griezmann ('89 )

Lúxemborg 1 - 2 Lichtenstein
0-1 Fabio Wolfinger ('23 )
0-2 Nicolas Hasler ('61 , víti)
1-2 Gerson Rodrigues ('72 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner