Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir samning við Fram sem gildir út tímabilið 2026. Fyrri samningur átti að renna út í nóvember.
Adam er að klára sitt annað tímabil með Fram og hefur spilað 47 deildarleiki frá komu sinni frá Breiðabliki.
Adam er að klára sitt annað tímabil með Fram og hefur spilað 47 deildarleiki frá komu sinni frá Breiðabliki.
„Adam, sem hefur verið fastamaður í liði Fram síðan hann kom til félagsins árið 2023, hefur staðið sig afar vel sem bakvörður í Bestu deildinni en hann getur einnig spilað sem miðvörður," segir í tilkynningu Fram.
Adam er uppalinn í Breiðabliki en fór ungur að árum út í atvinnumennsku, fór fyrst til NEC Nijmegen í Hollandi, næst til Nordsjælland í Danmörku, svo Álasunds í Noregi, Gornik Zabrze í Póllandi og lék síðast erlendis með Tromsö í Noregi. Hann á að baki einn A-landsleik.
„Við erum spennt að hafa Adam með okkur áfram og hlökkum til að sjá hann vaxa enn frekar með liðinu,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram við undirritun samningsins.
„Ég hef notið tímans hjá Fram og er mjög ánægður með að geta haldið áfram hér. Við höfum byggt upp sterkt lið og ég trúi því að við getum náð enn betri árangri á komandi árum,“ sagði Adam sjálfur.
Athugasemdir