Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   mán 07. október 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Zapata meiddist illa á hné
Mynd: EPA
Duvan Zapata stjörnusóknarmaður Torino varð fyrir liðbandameiðslum í hné í útileiknum gegn Inter á laugardaginn. Ljóst er að hann verður frá í marga mánuði.

Þessi 33 ára stóri og stæðilegi framherji var í tárum þegar hann var borinn af velli í 3-2 tapi gegn Inter en hann hafði skorað í leiknum.

Þetta er mikið áfall fyrir Torino en í yfirlýsingu félagsins segist það vonast til að hann snúi sem fyrst aftur.

La Gazzetta dello Sport segir að hann verði frá í að minnsta kosti sjö mánuði.

Zapata hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum í öllum keppnum.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner