Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari ÍBV á næstu leiktíð, en þetta kemur fram í tilkynningu ÍBV.
ÍBV var í botnsæti flestra spámanna fyrir tímabil en liðið hefur þegar tryggt veru sína í Bestu-deildinni á næsta ári og eru sem stendur í efsta sæti neðri hlutans.
Þorlákur tók við starfinu síðasta vetur eftir að Hermann Hreiðarsson lét af störfum en hann kom liðinu upp úr Lengjudeildinni í fyrra.
Tilkynning ÍBV:
Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur Láki gert frábæra hluti með liðið á leiktíðinni.
Flestir spáðu ÍBV neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni í nokkuð langan tíma, þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu. Liðið var síðast í fallsæti eftir 1. umferðina og situr nú í 7. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 25 leiki.
Þorlákur hefur ásamt sínu teymi sýnt knattspyrnuáhugamönnum að mikið býr í leikmannahópi liðsins og séð til þess að liðið haldi sæti sínu í Bestu deildinni í fyrsta skiptið frá árinu 2022.
Knattspyrnuráð hefur verið mjög ánægt með störf Láka á tímabilinu og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍA | 27 | 11 | 1 | 15 | 37 - 50 | -13 | 34 |
| 3. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 4. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 27 | 6 | 9 | 12 | 36 - 46 | -10 | 27 |

