Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. desember 2021 10:19
Elvar Geir Magnússon
Aspas fékk viljandi gult til að koma sér í bann
Mynd: Getty Images
Iago Aspas kom Celta Vigo yfir gegn Valencia í spænsku deildinni um liðna helgi. Þegar hann var að fagna markinu fann hann fyrir nárameiðslum og reif sig þá skyndilega úr treyjunni.

Aspas var meðvitaður um að hann væri einu gulu spjaldi frá því að vera dæmdur í leikbann og fór úr treyjunni til að fá gula spjaldið. Hann vissi að hann yrði hvort sem er ekki leikfær í næsta leik.

Líklegt er að refsing Aspas verði þyngd þar sem augljóst var að hann fékk gula spjaldið vísvitandi. Hann gæti mögulega fengið aukaleik í bann en ef nárameiðsli hans eru slæm gæti hann klárað leikbannið á meðan hann er á meiðslalistanum.

Markið hjá Aspas um helgina dugði annars skammt. Valencia vann leikinn 2-1.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner