Unai Emery og lærisveinar hans í Aston Villa skóluðu Englands, bikar og Evrópumeistara Manchester City til í 1-0 sigrinum á Villa Park í gær, en Villa tókst eitthvað sem engu liði hefur tekist gegn Pep Guardiola.
Manchester City átti aðeins tvö marktækifæri í öllum leiknum og bæði komu í sömu sókninni þegar Emiliano Martínez varði í tvígang frá Erling Braut Haaland.
Eftir það tókst liðinu engan veginn að finna markið og er það nýtt met hjá lærisveinum Guardiola.
Á þjálfaraferli hans hefur þetta aldrei gerst að lið hans eigi aðeins tvö skot á markið. Ekki nóg með það þá átti Villa 22 skot á Man City og er þetta aðeins í annað sinn sem lið hans fá á sig jafn margar marktilraunir.
Villa var með öll völd á leiknum og hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Það var alla vega ljóst eftir leik gærkvöldsins að Villa ætlar sér stóra hluti á þessu tímabili og gerir sig líklegt til að komast í Meistaradeild á næstu leiktíð.
2 - Man City attempted just two shots in this match; the fewest ever by a Pep Guardiola team in a game within Europe’s big-five leagues, while the 22 shots from Aston Villa was the joint-most faced by a Guardiola side in the same period (tonight his 535th such game). Dominated. pic.twitter.com/T0gjP1ZbpZ
— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2023
Athugasemdir