Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   fös 08. janúar 2016 22:51
Arnar Geir Halldórsson
Fótbolta.net mótið: Dramatík þegar KR lagði FH
Almarr tryggði KR sigur
Almarr tryggði KR sigur
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
FH 1 - 2 KR
1-0 Steven Lennon (´43)
1-1 Gary Martin (´77)
1-2 Almarr Ormarsson (´90)

Stórveldin tvö, FH og KR mættust í opnunarleik Fótbolta.net mótsins í Fífunni í kvöld og úr varð hörkuleikur.

Bæði lið tefldu fram nýjum leikmönnum þar sem Gunnar Nielsen stóð í marki FH og Bergsveinn Ólafsson var í hjarta varnarinnar. Hjá KR-ingum var Indriði Sigurðsson í vörninni og Finnur Orri Margeirsson lék á miðjunni.

Steven Lennon kom FH-ingum yfir undir lok fyrri hálfleiks og höfðu FH-ingar forystu allt þar til á 77.mínútu þegar Gary Martin jafnaði metin með marki beint úr aukaspyrnu.

Almarr Ormarsson tryggði svo KR-ingum sigurinn þegar komið var fram í uppbótartíma en FH-ingar voru afar ósáttir með að markið fengi að standa því leikmaður KR lá eftir með höfuðmeiðsli þegar Almarr skoraði með skoti utan af kanti.

KR-ingar því á toppi A-riðils en á morgun mætast ÍA og Þróttur í sama riðli í Akraneshöllinni.
Athugasemdir
banner
banner