Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. janúar 2021 18:00
Aksentije Milisic
Heimild: MBL 
„Var í raun aldrei mögu­leiki fyr­ir þá að standa við þar til gerða samn­inga"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theó­dór Elm­ar Bjarna­son samdið við gríska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Lamia á dögunum en þangað kemur hann frá tyrk­neska B-deildarliðinu Ak­his­ar­spor .

Theódór rifti samn­ingi sín­um við Akhisarspor í desember, þar sem hann átti inni margra mánaða laun hjá félaginu. Hann ákvað þá að yfirgefa félagið. Þetta kom fram í frétt hjá Morgunblaðinu í dag.

„„Ak­his­ar­spor er búið að vera í mikl­um fjár­hags­vand­ræðum að und­an­förnu og það batnaði lítið þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á," sagði Theódór í samtali við Morgunblaðið.

„ Það er áhorf­enda­bann í Tyrklandi sem hef­ur mik­il áhrif á fjár­hag fé­lag­anna og svo er það líka bara þannig í Tyrklandi að þeir gera ansi háa samn­inga. Ég er var með evru­samn­ing við fé­lagið og um leið og lír­an féll vegna far­ald­urs­ins var í raun aldrei mögu­leiki fyr­ir þá að standa við þar til gerða samn­inga gagn­vart mér."

Theódór Elmar er búinn að setja málið inn til Fifa og verður áhugavert að sjá framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner