Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. janúar 2021 21:38
Aksentije Milisic
FA-bikarinn: Liverpool hrökk í gang í síðari hálfleik - Wolves komst áfram
Barry jafnar metin.
Barry jafnar metin.
Mynd: Getty Images
Traore skoraði í kvöld.
Traore skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var að ljúka í FA bikarnum á Englandi í kvöld en leikið er í þriðju umferðinni.

Á Villa Park í Birmingham mættust Aston Villa og Liverpool. Heimamenn þurfti að stilla upp unglingaliði sínu í þessum leik vegna kóróna veiru smits hjá aðalliðinu.

Liverpool stjórnaði ferðinni eins og við mátti búast og kom Sadio Mane gestunum yfir strax í byrjun leiks og þá héldu líklega margir að Liverpool myndi ganga á lagið.

Svo var hins vegar ekki og ungir heimamenn sýndu mikla baráttu og vörðust vel í fyrri hálfleik. Það var síðan hinn 17 ára gamli Louie Barry sem skoraði eftir flott einstaklingsframtak og jafnaði metin fyrir heimamenn sem fögnuðu vel og innilega. Frábært augnablik fyrir hinn unga Barry sem og allt liðið.

Staðan var jöfn í hálfleik en Liverpool tókst að skora þrjú mörk á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem gerði út um leikinn. Mörkin skoruðu Georginio Wijnaldum, Sadio Mane og Mohamed Salah. Xherdan Shaqiri kom inn af bekknum og lagði upp tvö mörk.

1-4 lokatölur og Liverpool fer því áfram. Strákarnir hjá Aston Villa mega hins vegar vera mjög stoltir af sinni frammistöðu.

Í hinum leik kvöldsins mættust Wolves og Crystal Palace. Það var Adama Traore sem skoraði frábært mark í fyrri hálfleik sem Jack Butland réði ekki við.

Þetta reyndist eina mark leiksins og Wolves fer því áfram í fjórðu umferð bikarsins.

Aston Villa 1 - 4 Liverpool
0-1 Sadio Mane ('4 )
1-1 Louie Barry ('41 )
1-2 Georginio Wijnaldum ('60 )
1-3 Sadio Mane ('63 )
1-4 Mohamed Salah ('65 )

Wolves 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Adama Traore ('35 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner