Breiðablik vann 5-2 sigur á Keflavík í Fótbolti.net mótinu í dag.
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leikinn og snerist viðtalið minnst um leikinn sjálfan heldur önnur mál eins og leikmannamál, landsliðið, Valdimar Þór Ingimundarson, Árna Vilhjálmsson og fleira.
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leikinn og snerist viðtalið minnst um leikinn sjálfan heldur önnur mál eins og leikmannamál, landsliðið, Valdimar Þór Ingimundarson, Árna Vilhjálmsson og fleira.
„Ég var alveg sáttur að mörgu leyti við þennan leik. Það voru margir frá þannig mér fannst takturinn vera ágætur. Ég var mjög ánægður með ungu strákana sem komu inn og þetta lofar bara góðu fyrir framhaldið," sagði Óskar.
Juan Camilo Perez spilaði sinn fyrsta leik í dag með Breiðabliki, lék fyrri hálfleiknn. „Ég var ánægður með hann, hann kom í þessari viku, búinn með tvær æfingar og langt síðan tímabilið í Venesúela kláraðist. Þannig hann er aðeins á eftir og þarf að vinna upp dálítið mikið. Þetta er góður karakter, duglegur strákur og fellur strax vel inn í hópinn," sagði Óskar.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir