Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. janúar 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City að hefja viðræður við Frankfurt
Mynd: EPA

Manchester City ætlar að reyna fá Omar Marmoush, leikmann Frankfurt, í janúar.


Marmoush er 25 ára gamall egypskur framherji en hann hefur farið á kostum í treyju Frankfurt á þessari leiktíð. Hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp 12 í 24 leikjum.

City er byrjað að ræða við leikmanninn en félagið er að undirbúa tilboð í hann en það kemur fram á franska miðlinum Foot Mercato

Það verður erfitt fyrir Frankfurt að leyfa honum að fara þar sem liðið er í 3. sæti deildarinnar, harði baráttu um Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner