Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
   lau 08. febrúar 2025 19:16
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Brighton og Chelsea: Ein breyting frá 7-0 tapi - Nkunku byrjar
Nkunku byrjar í kvöld.
Nkunku byrjar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Brighton og Chelsea mætast í enska FA Bikarnum eftir rúman klukkutíma. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.

Robert Sanchez snýr aftur í rammann hjá Chelsea fyrir Filip Jörgensen. Caicedo heldur sæti sínu á miðsvæðinu og er fyrirliði liðsins í dag. Með honum á miðjunni er Kevin Dewsbury Hall sem kemur inn í liðið fyrir Enzo Fernandez.

Pedro Neto kom inn á gegn West Ham í seinasta deildarleik Chelsea þar sem hann skoraði og byrjar í dag. Nkunku kemur inn í liðið fyrir Jackson sem meiddist gegn West Ham.

Brighton tapaði 7-0 gegn Nottingham Forrest í seinasta leik en Fabian Hurzeler, þjálfari liðsins gerir þó einungis eina breytingu á liðinu frá þeim leik. Carlos Baleba kemur inn í liðið fyrir Joao Pedro.

Chelsea: Sanchez; Gusto, Tosin, Chalobah, Cucurella; Caicedo (F), Dewsbury-Hall; Neto, Palmer, Sancho; Nkunku

Verbruggen; Veltman, Van Hecke, Dunk (F), Lamptey; Baleba, Hinshelwood, Georginio; Minteh, Welbeck, Mitoma

Athugasemdir
banner