Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. mars 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino vill taka við Tottenham í sumar
Mynd: EPA

The Times greinir frá því að Mauricio Pochettino hafi áhuga á að taka aftur við Tottenham Hotspur ef Antonio Conte yfirgefur félagið í sumar.


Það virðist margt benda til þess að Conte haldi á önnur mið eftir tímabilið en Pochettino hefur verið án starfs síðan hann stýrði Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð.

Pochettino gerði garðinn frægan við stjórnvölinn hjá Tottenham frá 2014 til 2019 og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar áður en hann var rekinn eftir slæma byrjun á tímabilinu 2019-2020.

Pochettino stýrði Tottenham til 2. sætis ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði úrslitaleik enska deildabikarsins en tókst aldrei að vinna titil fyrir félagið.

Eins og staðan er í dag er Tottenham í harðri baráttu um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þá tekur liðið á móti AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Conte rennur út á samningi hjá Tottenham í sumar og eru taldar góðar líkur á að hann taki við þjálfun Inter af Simone Inzaghi.


Athugasemdir
banner
banner
banner