Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. mars 2023 09:52
Elvar Geir Magnússon
„Sáum öðruvísi Potter, öðruvísi Chelsea“
Graham Potter, stjóri Chelsea.
Graham Potter, stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
„Graham Potter átti sitt besta kvöld á erfiðum starfsferli hjá Chelsea," skrifar Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá breska ríkisútvarpinu.

Chelsea sigraði Borussia Dortmund 2-0 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gær, einvígið samtals 2-1, og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.

„Potter vonar að þetta kvöld og fagnaðarlætin sem því fylgdu innan og utan vallar verði upphafspunktur fyrir stöðugleika og framfarir hjá liðinu, ásamt mikilvægum tengslum við stuðningsmenn."

Potter hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of rólegur á hliðarlínunni og talað um að það vanti alla hörku í hann.

„Við sáum öðruvísi Potter, öðruvísi Chelsea. Í upphafi leiks sveiflaði hann handleggjunum og hvatti stuðningsmenn til að láta í sér heyra og styðja liðið. Og eftir leikinn lýsti andlit hans Stamford Bridge upp þegar hann gekk að stúkunni og steypti hnefanum í átt að stuðningsmönnum, eins og Jurgen Klopp er frægur fyrir að gera. Svo gaf hann fingurkossa upp í stúku, gremja og óvissa síðustu vikna breyttist skyndilega í ósvikna gleði."

McNulty hrósar leikmönnum, þá sérstaklega Reece James og Ben Chilwell. Þá nefnir hann að Marc Cucurella, sem hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom frá Brighton, hafi átt mjög góðan leik og markvörðinn Kepa Arrizabalaga

„Það var enginn vafi á því að leikmenn Chelsea voru að vinna fyrir stjórann sinn, þeir hentu sér í tæklingar frá fyrstu mínútu," segir McNulty.
Athugasemdir
banner
banner
banner