banner
   fim 08. apríl 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Spáir því að Slavia Prag slái út Arsenal
Það hefur gengið brösuglega hjá Arsenal.
Það hefur gengið brösuglega hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Í kvöld verða fyrri leikir 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar. Ben McAleer hjá WhoScored hitar upp fyrir viðureignirnar og spáir í spilin fyrir Guardian en athygli vekur að hann spáir því að tékkneska liðið Slavia Prag muni slá út Arsenal.

„Arsenal ætti ekki að vanmeta Slavia Prag, tékkneska liðið er ósigrað í 21 leik en síðasti tapleikur liðsins var í desember gegn Bayer Leverkusen," segir Ben McAleer.

Hann spáir því að Slavia Prag nái jafntefli í Lundúnum í kvöld og komist svo áfram úr einvíginu.

Hann spáir einnig í aðra leiki og telur að Manchester United vinni sigur í Granada í kvöld og komist áfram.

„Granada hefur slegið út Napoli og Molde á leið sinni í 8-liða úrslitin og verður ekki auðveldur andstæðingur. En sjálfstraustið ætti að vera mikið hjá Manchester United."

Ef spá McAleer rætist mun Manchester United mæta Ajax í undanúrslitum og Slavia Prag mætir Villarreal.

8-liða úrslit:
19:00 Granada CF - Man Utd
19:00 Arsenal - Slavia Prag
19:00 Ajax - Roma
19:00 Dinamo Zagreb - Villarreal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner