Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 08. apríl 2024 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Alltaf vonbrigði að tapa. Áttum meira skilið úr leiknum en það það er ekki spurt að því." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Í fótbolta er þetta þannig að þú reynir að loka á styrkleika andstæðingana og reynir að nýta þér veikleikana og við gerðum það ekki nógu vel í fyrri hálfleik. Við gerðum það betur í seinni hálfleik og vorum góðir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi og góðar stöður en náðum ekki að nýta það nógu vel." 

FH gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 1-0 og var Heimir ósáttur með að fá ekkert þar og vildi meina að það væri lágmarkskrafa að dómarar þekki leikmennina sem þeir dæma hjá.

„Þetta var púra víti. Í stöðunni 1-0 og við vorum með öll tök á leiknum. Það er þannig eins og dómgæslan er búin að vera í byrjun og ég er búin að horfa á þessa leiki. Það má helst ekki gera neitt því þá er búið að henda spjöldum á menn og fótbolti er bara þannig íþrótt að það verður að leyfa mönnum aðeins að takast á."

„Varðandi vítið þá er þetta púra víti. Það er lágmarkskrafa sem maður setur á dómara á Íslandi að þeir þekki leikmennina afþví að þeir eru að dæma hjá þessum liðum. Sigurður Bjartur, hann fer aldrei niður og þá er þetta púra víti og sami dómari á síðustu leiktíð, talandi um að þekkja leikmann. Danijel Dejan fer niður þegar við erum í baráttu um að komast í evrópusæti á móti Víking. Ásti fær annað gula spjald. Aldrei gult spjald og þar sem við erum yfir í leiknum og hann er rekinn af velli og þá gerir maður bara þá kröfu að dómarar þeir þekki leikmennina sem að þeir eru að dæma hjá. Það hlítur að vera lágmarkskrafa."

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner