Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
   mán 08. apríl 2024 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Alltaf vonbrigði að tapa. Áttum meira skilið úr leiknum en það það er ekki spurt að því." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Í fótbolta er þetta þannig að þú reynir að loka á styrkleika andstæðingana og reynir að nýta þér veikleikana og við gerðum það ekki nógu vel í fyrri hálfleik. Við gerðum það betur í seinni hálfleik og vorum góðir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi og góðar stöður en náðum ekki að nýta það nógu vel." 

FH gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 1-0 og var Heimir ósáttur með að fá ekkert þar og vildi meina að það væri lágmarkskrafa að dómarar þekki leikmennina sem þeir dæma hjá.

„Þetta var púra víti. Í stöðunni 1-0 og við vorum með öll tök á leiknum. Það er þannig eins og dómgæslan er búin að vera í byrjun og ég er búin að horfa á þessa leiki. Það má helst ekki gera neitt því þá er búið að henda spjöldum á menn og fótbolti er bara þannig íþrótt að það verður að leyfa mönnum aðeins að takast á."

„Varðandi vítið þá er þetta púra víti. Það er lágmarkskrafa sem maður setur á dómara á Íslandi að þeir þekki leikmennina afþví að þeir eru að dæma hjá þessum liðum. Sigurður Bjartur, hann fer aldrei niður og þá er þetta púra víti og sami dómari á síðustu leiktíð, talandi um að þekkja leikmann. Danijel Dejan fer niður þegar við erum í baráttu um að komast í evrópusæti á móti Víking. Ásti fær annað gula spjald. Aldrei gult spjald og þar sem við erum yfir í leiknum og hann er rekinn af velli og þá gerir maður bara þá kröfu að dómarar þeir þekki leikmennina sem að þeir eru að dæma hjá. Það hlítur að vera lágmarkskrafa."

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner