Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
banner
   mán 08. apríl 2024 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Alltaf vonbrigði að tapa. Áttum meira skilið úr leiknum en það það er ekki spurt að því." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Í fótbolta er þetta þannig að þú reynir að loka á styrkleika andstæðingana og reynir að nýta þér veikleikana og við gerðum það ekki nógu vel í fyrri hálfleik. Við gerðum það betur í seinni hálfleik og vorum góðir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi og góðar stöður en náðum ekki að nýta það nógu vel." 

FH gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 1-0 og var Heimir ósáttur með að fá ekkert þar og vildi meina að það væri lágmarkskrafa að dómarar þekki leikmennina sem þeir dæma hjá.

„Þetta var púra víti. Í stöðunni 1-0 og við vorum með öll tök á leiknum. Það er þannig eins og dómgæslan er búin að vera í byrjun og ég er búin að horfa á þessa leiki. Það má helst ekki gera neitt því þá er búið að henda spjöldum á menn og fótbolti er bara þannig íþrótt að það verður að leyfa mönnum aðeins að takast á."

„Varðandi vítið þá er þetta púra víti. Það er lágmarkskrafa sem maður setur á dómara á Íslandi að þeir þekki leikmennina afþví að þeir eru að dæma hjá þessum liðum. Sigurður Bjartur, hann fer aldrei niður og þá er þetta púra víti og sami dómari á síðustu leiktíð, talandi um að þekkja leikmann. Danijel Dejan fer niður þegar við erum í baráttu um að komast í evrópusæti á móti Víking. Ásti fær annað gula spjald. Aldrei gult spjald og þar sem við erum yfir í leiknum og hann er rekinn af velli og þá gerir maður bara þá kröfu að dómarar þeir þekki leikmennina sem að þeir eru að dæma hjá. Það hlítur að vera lágmarkskrafa."

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner