Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 08. maí 2021 10:10
Aksentije Milisic
Chelsea og Man City berjast um Lewandowski - Salah á förum
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Lewandowski, Neymar, Salah, Hazard, Kane, Van de Beek, Wijnaldum og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
___________________________________________

Liðin sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, Chelsea og Manchester City, hafa bæði áhuga á að fá Robert Lewandowski (32), framherja Bayern Munchen, í sínar raðir. (ESPN)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur einnig áhuga á að fá Mohamed Salah til liðsins en hinn 28 ára gamli Salah er ekki í viðræðum við Liverpool um nýjan samning. (BILD)

Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar (29), er við það að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við PSG. Hann hefur áður verið mikið orðaður við Barcelona. (L'Equipe)

Real Madrid hefur misst þolinmæði á Eden Hazard (30) og mun félagið hlusta á tilboð í leikmanninn í sumar. (Marca)

Jose Mourinho, sem mun taka við Roma eftir tímabilið, mun leita til síns gamla félags og reyna fá Donny van de Beek (24) til Rómar. (Calciomercato)

Aston Villa er að undirbúa 15 milljóna punda tilboð í vængmann Burnley, Dwight McNeil. (Football Insider)

Tottenham Hotspur mun ekki hlusta á nein tilboð í Harry Kane í sumar. (Standard)

Leicester City virðist ætla hafa betur í baráttunni við Liverpool og West Ham United um Odsonne Edouard (23), framherja Celtic. (Teamtalk)

Everton hafa áhuga á að fá hinn 18 ára James Carragher, son Jamie, frá Wigan Athletic. (Telegraph)

Arsenal styður þétt við bakið á Mikel Arteta, stjóra liðsins, eftir að félagið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Arteta mun fá mikið fjármagn til að styrkja liðið í sumar. (Sun)

Umboðsmaður Georginio Winjaldum (30) segir að leikmaðurinn hafi áhuga á að ganga í raðir Bayern Munchen eftir tímabilið. (Sport1)

Arsenal er að skoða það að gera tilboð í Andre Onana (25), markvörð Ajax. Onana féll á lyfjaprófi og er í leikbanni og Arsenal þarf því ennþá að bíða. (Goal)

Inter Miami mun berjast við Watford um undirskrift Ashley Young (35) en samningur hans við Inter Milan rennur út eftir tímabilið. Watford vill fá hann aftur heim. (Sun)

Athugasemdir
banner
banner
banner