Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. maí 2022 17:26
Brynjar Ingi Erluson
England: Man City ekki í vandræðum með Newcastle
Rodri og Kevin de Bruyne fagna þriðja marki City í leiknum
Rodri og Kevin de Bruyne fagna þriðja marki City í leiknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester City 5 - 0 Newcastle
1-0 Raheem Sterling ('19 )
2-0 Aymeric Laporte ('38 )
3-0 Rodri Hernandez ('61 )
4-0 Phil Foden ('90 )
5-0 Raheem Sterling ('90 )

Manchester City er komið með þriggja stiga forystu á Liverpool í titilbaráttunni eftir öruggan 5-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Etihad.

Fyrir leikinn hafði Newcastle aldrei unnið á Etihad og það var ekkert að fara breytast í dag.

Raheem Sterling tók forystuna fyrir heimamenn á 19. mínútu. City hafði hótað marki nokkrum mínútum áður en opnunarmarkið kom.

Ilkay Gündogan átti fínustu fyrirgjöf á Joao Cancelo. Portúgalinn skallaði boltann fyrir Sterling sem stýrði boltanum í netið með höfðinu.

City bætti við öðru áður en hálfleikurinn var úti. Hornspyrna Kevin de Bruyne rataði á Gündogan sem var við vítateigsbogann og lét vaða í fyrsta. Skotið var beint á Martin Dubravka, markvörð Newcastle, sem náði þó ekki að halda boltanum. Ruben Dias var fyrstur að átta sig og sparkaði í boltann, en Dubravka komst fyrir áður en Aymeric Laporte potaði honum í netið.

Rodri gerði þriðja mark Englandsmeistarana svo á 61. mínútu og aftur var það hornspyrna frá De Bruyne sem skilaði markinu. Rodri var fyrstur að átta sig í teignum, steig fram fyrir Emil Krafth og stangaði boltann í netið.

Callum Wilson var nálægt því að ná inn marki fyrir Newcastle þegar sjö mínútur voru eftir en Ederson gerði sig stóran í markinu og varði vel frá honum.

Undir lok leiks skoraði City tvö mörk til viðbótar. Fyrst skoraði Foden eftir undirbúning frá Jack Grealish og Oleksandr Zinchenko áður en Sterling gerði annað mark sitt í leiknum eftir stoðsendingu frá Grealish.

Sanngjarn sigur Manchester City staðreynd og liðið nú með 86 stig, þremur stigum meira en Liverpool þegar þrír leikir eru eftir af deildinni. City er þá með fjóra í plús í markatölu á Liverpool en það gæti reynst mikilvægt þegar talið verður upp úr pokanum í lok mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner