Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   sun 08. maí 2022 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lampard: Er svo ánægður fyrir hönd Mykolenko

Everton sigraði Leicester 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum fór liðið upp úr fallsæti.


Úkraínumaðurinn Vitaliy Mykolenko kom Everton yfir með stórkostlegu marki en Frank Lampard stjóri Everton var gríðarlega ánægður fyrir hans hönd.

„Ég er svo ánægður fyrir hans hönd því hann hefur átt erfitt, að vera í ensku úrvalsdeildinni og það sem er í gangi heima fyrir, við getum ekki ímyndað okkur þetta og hann er að spila frábærlega," sagði Lampard í viðtali hjá BBC eftir leikinn.

Patson Daka jafnaði metin stuttu síðar en Mason Holgate tryggði stigin þrjú með marki eftir hálftíma leik.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner