Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 08. maí 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Risa Lundúnaslagur framundan - „Spurning um þolinmæði"
Mynd: EPA

Arsenal getur tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með sigri á Tottenham í Lundúnaslag á fimmtudaginn.


Arsenal nýtti tækifærið í dag og vann Leeds eftir að Tottenham gerði jafntefli gegn Liverpool í gær. Með sigri á Tottenham í næsta leik mun Arsenal tryggja sér að minnsta kosti fjórða sætið þegar tvær umferðir verða eftir.

„Við höfum unnið okkur rétt að spila þennan leik og við ætlum að undirbúa okkur vel og vinna," sagði Arteta í viðtali hjá BBC eftir leikinn í dag.

Arsenal var á botninum í deildinni eftir þrjá fyrstu leikina og án stiga. Arteta hafði alltaf trú á verkefninu.

„Þetta er spurning um þolinmæði og hafa trú á leikmönnunum. Við byrjuðum tímabilið með 9-10 meidda leikmenn og spiluðum gegn bestu liðum Evrópu. Þá setur maður bara hausinn niður og tekur gagnrýni og vinnur, reynir að sannfæra alla. Þú sérð völlinn í dag, það er æðislegt að spila hérna," sagði Arteta.


Athugasemdir
banner
banner