Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Spánn valtaði yfir Norður-Írland - Ronaldo ónotaður varamaður í tapi
Pedri skoraði tvö fyrir Spán
Pedri skoraði tvö fyrir Spán
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er klár fyrir EM
Romelu Lukaku er klár fyrir EM
Mynd: EPA
Ronaldo kom ekkert við sögu í tapi gegn Króatíu
Ronaldo kom ekkert við sögu í tapi gegn Króatíu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spánverjar unnu Norður-Íra með fimm mörkum gegn einu í vináttulandsleik í kvöld og þá unnu Króatar 2-1 sigur á Portúgal en þjóðirnar voru að spila síðustu leikina fyrir Evrópumótið sem hefst í næstu viku.

Það var sofandiháttur á vörn Spánverja í byrjun leiks en Daniel Ballard skoraði eftir rúma mínútu fyrir Norður-Íra og fagnaði því innilega.

Eftir það komst spænska liðið í gang. Pedri skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig áður en þeir Alvaro Morata gerði annað markið nokkrum mínútum síðar. Pedri bætti við öðru og þá gerði Fabian Ruiz eitt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mikel Oyarzabal skoraði fimmta og síðasta mark leiksins þegar hálftími var eftir.

Cristiano Ronaldo var ónotaður varamaður á bekknum hjá Portúgal sem tapaði fyrir Króatíu, 2-1. Luka Modric og Ante Budimir skoruðu mörk Króata en Diogo Jota eina mark portúgalska liðsins.

Romelu Lukaku skoraði tvö í 3-0 sigri Belgíu á Lúxemborg. Leandro Trossard komst þá á blað annan leikinn í röð.

Úrslit og markaskorarar:

Slóvenía 1 - 1 Búlgaría
0-1 Kiril Despodov ('4 , víti)
1-1 Andraz Sporar ('14 )

Hungary 3 - 0 Israel
1-0 Roland Sallai ('11 )
2-0 Barnabas Varga ('19 )
3-0 Barnabas Varga ('22 )

Svíþjóð 0 - 3 Serbía
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('18 )
0-2 Aleksandar Mitrovic ('60 )
0-3 Dusan Tadic ('70 )

Sviss 1 - 1 Austurríki
0-1 Christoph Baumgartner ('5 )
1-1 Silvan Widmer ('26 )

Portúgal 1 - 2 Króatía
0-1 Luka Modric ('8 , víti)
1-1 Diogo Jota ('48 )
1-2 Ante Budimir ('56 )

Danmörk 3 - 1 Noregur
1-0 Pierre-Emile Hojbjerg ('12 )
2-0 Jannik Vestergaard ('21 )
2-1 Erling Haland ('72 )
3-1 Yussuf Poulsen ('90 )

Belgía 3 - 0 Lúxemborg
1-0 Romelu Lukaku ('42 , víti)
2-0 Romelu Lukaku ('57 )
3-0 Leandro Trossard ('81 )

Spánn 5 - 1 Norður-Írland
0-1 Daniel Ballard ('2 )
1-1 Pedri ('12 )
2-1 Alvaro Morata ('18 )
3-1 Pedri ('29 )
4-1 Fabian Ruiz ('35 )
5-1 Mikel Oyarzabal ('60 )
Athugasemdir
banner
banner
banner