Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Valur skoraði fimm á Víkingsvelli
Valur fór með sigur af hólmi í Víkinni.
Valur fór með sigur af hólmi í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal skoraði tvennu.
Valgeir Lunddal skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 5 Valur
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('4 )
1-1 Valgeir Lunddal Friðriksson ('8 )
1-2 Patrick Pedersen ('12 )
1-3 Valgeir Lunddal Friðriksson ('42 )
1-4 Patrick Pedersen ('57 )
1-5 Aron Bjarnason ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Valur gekk á lagið gegn Víkingi Reykjavík er liðin mættust í Pepsi Max-deildinni.

Bæði lið töpuðu um liðna helgi og gerðu bæði lið breytingar á sínum liðum fyrir leikinn í kvöld. Víkingur var án þriggja reynslumestu útileikmanna sinna sem allir voru í banni eftir að hafa fengið rautt gegn KR. Um er að ræða þá Halldór Smára Sigurðsson, Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen. Þeirra var sárt saknað.

Leikurinn var mikil skemmtun og skoraði Óttar Magnús Karlsson fyrsta mark leiksins eftir fjórar mínútur. Valur lenti 1-0 undir snemma gegn ÍA síðastliðið föstudagskvöld og tapaði þá 4-1. Í kvöld svöruðu þeir strax.

Valgeir Lunddal Friðriksson jafnaði á áttundu mínútu og Patrick Pedersen kom Val yfir á tólftu mínútu eftir slæm mistök í vörn Vals. Valgeir skoraði þriðja mark Vals og sitt annað mark fyrir hlé þegar hann átti skot fyrir utan teig sem Þórður Ingason átti að verja. Valgeir greinilega staðráðinn í að sanna sig eftir að hafa ekki verið í byrjunarliði í síðasta leik.

Pedersen skoraði fjórða mark Vals og sitt annað mark snemma í seinni hálfleik og rúmum 20 mínútum síðar rak Aron Bjarnason síðasta smiðhöggið. Lokatölur 5-1 fyrir Val á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi í kvöld.

Valur er með níu stig í öðru sæti eftir fimm leiki og eru Víkingar með fimm stig í áttunda sæti.

Leikir kvöldsins:
19:15 ÍA-HK (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Fjölnir-Grótta (Extra völlurinn)
20:15 Breiðablik-FH (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner