
FH átti stórleik gegn Fjölni í kvöld og unnu 7-0 sigur. Helena Ósk Hálfdánardóttir var að vonum gríðarlega sátt með sigurinn.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 7 FH
"Já ég er mjög sátt. Mér fannst við byrja mjög vel en síðan duttum við aðeins niður. Svo komum við aftur til baka og kláruðum þetta."
"Markmiðið var bara að byrja 100%, við vissum að þær væru grimmar í þetta og myndu mæta brjálaðar. Við þurftum því að mæta þeim og gefa þeim leik."
Helena Ósk skoraði tvo mörk í kvöld og var ánægð með eigin frammistöðu.
"Já það er alltaf gaman að skora og þetta gekk vel í dag."
Nú er Helena komin með 8 mörk í deildinni en er hún með markmið varðandi markaskorun?
"Ég er með markmið, ekki alveg nógu sátt við mig eins og er en ég er að vinna að þessu. Ég er þó ekki tilbúin að deila því eins og er."
FH eiga leik við Grindavík í næstu viku og stefna á sigur.
"Já að sjálfsögðu, ekkert annað í boði."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir