Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 08. ágúst 2020 11:05
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino að taka við Juventus?
Mauricio Pochettino gæti tekið við Juventus
Mauricio Pochettino gæti tekið við Juventus
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að ítalska félagið Juventus ætli sér að reka Maurizio Sarri eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sarri vann ítölsku deildina með Juventus á dögunum en liðið vann deildina níunda árið í röð. Juventust mistókst þó að vinna ítalska bikarinn og Ofurbikar Ítalíu.

Markmið Juventus síðustu ár hefur þó verið skýrt. Eigendur félagsins vilja leggja heiðarlega atlögu að því að vinna Meistaradeild Evrópu en mun ekki taka þátt í úrslitakeppninni sem fer fram í Portúgal.

Juventus vann 2-1 sigur á Lyon í gær en það dugði ekki til. Lyon vann fyrri leikinn í Frakklandi, 1-0, og fer því áfram á útivallarmörkum.

Samkvæmt ítölsku miðlunum verður Sarri látinn taka poka sinn en Sport Italia greinir frá því að Juventus hefur haft samband við Mauricio Pochettino, fyrrum stjóra Tottenham.

Pochettino hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Tottenham seint á síðasta ári. Zinedine Zidane hefur einnig verið orðaður við félagið auk SImone Inzaghi hjá Lazio.
Athugasemdir
banner
banner