Aron Elís Þrándarson, sóknarmaður íslenska U21 landsliðsins, var svekktur eftir 1-1 jafntefli gegn Norðir-Írlandi í undankeppni EM 2017 í dag.
Gestirnir náðu forystunni á Fylkisvelli strax á 2. mínútu en Aron Elís jafnaði metin fyrir leikhlé. Íslenska liðinu tókst þó ekki að tryggja sér stigin þrjú eftir frábæra byrjun í undankeppninni.
Gestirnir náðu forystunni á Fylkisvelli strax á 2. mínútu en Aron Elís jafnaði metin fyrir leikhlé. Íslenska liðinu tókst þó ekki að tryggja sér stigin þrjú eftir frábæra byrjun í undankeppninni.
Lestu um leikinn: Ísland U21 1 - 1 Norður-Írland U21
„Gríðarlega svekkjandi, við lögðum upp með að fá þrjú stig í þessum leik og við erum ekki sáttir með eitt. Mér fannst við vera undir í baráttunni, við fengum nokkur færi í lok fyrri hálfleiks og svo var seinni hálfleikurinn bara barátta og við vorum ekkert að gera í seinni hálfleik," sagði Aron Elís við Fótbolta.net.
„Við vissum nákvæmlega hvernig þetta lið væri, að þeir væru "physical" og myndu sleggja honum fram. En þeir voru að spila vel á köflum og eiga skilið "props" fyrir það."
„Við vorum búnir að fara yfir það að sendingarnar til baka hjá þeim væru "shaky" og ég tók bara sénsinn og sem betur fer fór hann inn," sagði Aron Elís svo um markið sitt.
„Ég hefði viljað fá sex stig og úr því að við unnum Frakkana er þetta alveg grátlegt."
Athugasemdir