ÍR tapaði sínum fyrsta leik í Lengjudeildinni í sumar, fyrr í kvöld er þeir fengu HK í heimsókn. Leikar enduðu 1-2, eftir spennuþrungnar lokamínútur. Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR mætti í viðtal eftir leik.
„Við erum auðvitað svekktir með að tapa, við erum búnir að vera á góðri siglingu og við kannski ekki alveg vanir þessari tilfinningu, en þetta er hluti af leiknum."
„Að mörgu leyti fannst mér þetta vera góður leikur hjá okkur. Það vantaði kannski að skora, komast yfir. Um leið og þeir komast yfir var meiri fætingur í þeim. Fyrsta hálftímann fannst ég mér við vera yfir í leiknum, svo breyta mörk leikjum og þeir skora. Svo skora þeir í rauninni aftur gegn gangi leiksins, þannig séð í seinna markinu."
ÍR hafði verið taplaust fyrir leikinn í dag.
„Það er helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt á mönnum. En þetta er öðruvísi fyrir okkur, við þurfum að koma til baka nú eftir tapleik, sem er eitthvað sem við höfum ekki þurft að gera hingað til."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir