
HK lagði ÍR af hólmi fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-2, en HK er fyrsta liðið til að sigra ÍR í Lengjudeildinni í sumar. Afmælisbarnið Hermann Hreiðarsson, sem er jafnframt þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 2 HK
„Hún gat ekki verið betri (afmælisgjöfin). Það er frábært að koma hingað og vinna ÍR-ingana, þeir eru sterkir og góðir í því sem þeir gera. Þeir voru taplausir ekki af ástæðulausu."
„Við komumst í fínar stöður, þetta var „scrappy" og allt það, en það var þessi vilji til að vinna leikinn."
„Maður fann stemninguna fyrir leikinn, það var hungur í okkur í að halda áfram í að stimpla okkur almennilega í þessa toppbaráttu."
ÍR minnkaði muninn þegar lítið var eftir.
„Þetta var meira óþarfa ruglið, það var auka púls þarna í nokkrar mínútur, það er engin spurning. Það gerir þetta skemmtilegt."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir