Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 08. september 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Zaniolo aftur frá í hálft ár
Nicolo Zaniolo, miðjumaður Roma og ítalska landsliðsins, verður aftur frá keppni í hálft ár eftir að hafa slitið krossband í hné.

Hinn 21 árs gamli Zaniolo meiddist í 1-0 sigri á Hollandi í gærkvöldi og er á leið í aðgerð.

Zaniolo varð einnig fyrir samskonar meiðslum í janúar síðastliðnum.

Zaniolo sneri aftur á völlinn í sumar en þessi öflugi leikmaður mun nú ekkert spila fyrr en á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner